Karlakórinn
Karlakórinn

Aðsent

Fræðum hvert annað – og höfum af gaman!
Föstudagur 13. október 2023 kl. 06:02

Fræðum hvert annað – og höfum af gaman!

Vetrarstarf háskóla eldri borgara á Suðurnesjum, U3A, hófst 3. október.

Þrír hópar starfa á haustönninni og hittast hálfsmánaðarlega í MSS í Krossmóa.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Mánudaginn 9. október stjórnar Kristjana Kjartansdóttir frjálsum samræðum um það sem þátttakendum er efst í huga, sem gjarna tengist menningu, m.a. skipulag menningarferða.

Miðvikudaginn 11. október hefst ættfræði undir stjórn Agnars Guðmundssonar. Hann tekur við af Magnúsi Óskarssyni sem hefur verið með ættfræði undanfarin ár.

Við væntum mikils af Agnari, hann hefur komið að býsna spennandi ættfræðiverkefnum með góðu fólki, m.a. mótun Íslendingabókar á sínum tíma. Hér er viðtal við Agnar sem birtist í Víkurfréttum sl. vetur: https://www.vf.is/mannlif/er-ordinn-einn-af-thessum-leidinlegu-aettfraedikollum.

Þriðjudaginn 17. október er fræðst um sögu og náttúru Suðurnesja, undir stjórn Hildar Harðardóttur. Hildur og Kristjana hafa séð um slíka hópa áður og ferst það vel úr hendi.

Síðan hittist hver hópur réttum tveimur vikum síðar, allt fram undir jól.

Stjórnin stefnir að því að halda aðalfund félagsins eftir mánuð, þegar vetrarstarfið er komið vel af stað.

Við hvetjum fólk til að kynna sér starf U3A og kynna það vinum og kunningjum.

Við segjum nánari fréttir á fésbókarsíðu okkar – U3A Suðurnes.

Fyrir hönd stjórnarinnar,
Þorvaldur Örn Árnason, formaður.